Dragðu fram ljómann í skammdeginu

Gullnir dropar sem sporna við öldrun húðarinnar.
Gullnir dropar sem sporna við öldrun húðarinnar. Ljósmynd/Sensai

Nú þegar daginn tekur að stytta og við verðum öll frekar grá í framan er nauðsynlegt að fríska upp á andlitið og draga fram ljómann og birtuna. Frá japanska snyrtivörumerkinu kom nýlega vara sem er fullkomin í það verkefni. Sensai Dual Essence er tveggja þrepa elexír sem veitir húðinni fullkominn raka. 

Í henni er að sjálfsögðu að finna eitt af aðalsmerkjum Sensai-snyrtivaranna, Koishimaru-silki, eða hið konunglega silki eins og það er kallað í Japan. Silkið var á sínum tíma aðeins framleitt fyrir keisarafjölskylduna í Japan. Auk silkisins er að finna hágæðaolíur úr jurtaríkinu, sem veitir húðinni enn meiri næringu. 

Sensai er þekkt fyrir áralangar rannsóknir sínar á innihaldsefnunum sem fyrirtækið notar í húðvörur sínar og hér er engin undantekning á því. Rannsóknir sýna að einstök efnasamsetning Koishimaru-silkis Sensai dregur verulega úr hrukkumyndun og kemur í veg fyrir að húðin verði hrjúf, auk þess sem það styrkir varnarkerfi húðarinnar gagnvart skaðlegu utanaðkomandi áreiti.

Mundu að hrista flöskuna rólega áður en þú notar hana …
Mundu að hrista flöskuna rólega áður en þú notar hana til að blanda innihaldsefnunum saman. Ljósmynd/Sensai

Nærandi olía sem stíflar ekki húðina

Í Dual Essence er að finna ólífuolíu unna úr sjálfu ólífualdininu þegar það er sem ferskast. Einnig er þykkni úr laufum perilla-jurtarinnar og squalane-olía sem unnin er úr þroskuðum sykurreyr. Með því að sameina tvær formúlur í eina veitir tveggja þrepa tæknin húðinni samtímis alla kosti bæði olíu og annarra vel valinna efna.

Kostir olíanna í Dual Essence eru meðal annars þeir að þær stífla ekki húðina og þau sem eru með bólur þurfa því ekki að hafa áhyggjur af því að nota vöruna. 

Áður en þú notar Dual Essence á að hrista flöskuna rólega til að blanda innihaldsefnunum saman. Þumalputtareglan þegar notaðar eru fleiri en ein vara í einu er að byrja á að nota þynnstu vöruna fyrst og síðast þá þykkustu. Þannig tryggirðu hámarksvirkni hverrar vöru. 

Fyrst skaltu þrífa húðina með mildum hreinsi. Næst seturðu þynnstu vöruna sem þú ætlar að nota. Það getur til dæmis verið Absolute Silk Micro Mousse Treatment sem er létt rakafroða sem smýgur hratt inn í húðina og veitir henni raka. Næst skaltu bera Dual Essence á þig. Eftir nokkrar mínútur gott rakakrem, til dæmis Absolute Silk Cream eða Absolute Silk Fluid frá Sensai. Það má líka blanda 1-2 dropum af Dual Essence út í rakakrem og bera þannig á andlitið. Sömuleiðis má gjarnan nota það á líkama og neglur til að laða fram silkigljáa. Vöruna er hægt að nota bæði kvölds og morgna.

Hin fullkomna þrenna til að nota með Sensai Dual Essence.
Hin fullkomna þrenna til að nota með Sensai Dual Essence. Ljósmynd/Sensai
mbl.is