Hryllilegustu búningar Heidi Klum

Heidi Klum og eiginmaður hennar Tom Kaulitz sem Shrek og …
Heidi Klum og eiginmaður hennar Tom Kaulitz sem Shrek og Fíóna úr ævintýrinu um Shrek árið 2018. AFP

Fyrirsætan Heidi Klum er stundum kölluð drottning hrekkjavökunnar. Hrekkjavakan fer fram núna um helgina, hinn 31. október, og því tími til kominn að rifja upp búninga Klum frá síðustu árum. 

Klum fer alltaf alla leið í búningavali og eyðir mörgum klukkustundum í að skipuleggja búninginn sinn og fara í hann. Í fyrra tók það hana 12 tíma að komast í búninginn. 

Það er ekki útlit fyrir að stór hrekkjavökupartí verði haldin um helgina vegna heimsfaraldursins en það er þó aldrei að vita hvort drottningin sjálf klæði sig upp í tilefni dagsins. Hún hefur ekki gefið neitt út um það. 

Í fyrra var Klum hryllilegt skrímsli en í það skiptið sótti hún innblástur í bókina Frankenstein. Árið 2019 sótti hún innblástur í Disney-ævintýrið Shrek. 

2019

Það tók Klum 12 tíma að komast í þennan búning …
Það tók Klum 12 tíma að komast í þennan búning í fyrra. skjáskot/Instgram
Klum var einstaklega ófrýnileg í fyrra.
Klum var einstaklega ófrýnileg í fyrra. Skjáskot/Instagram

2018

Heidi Klum á hrekkjavökunni árið 2018.
Heidi Klum á hrekkjavökunni árið 2018. AFP

2017

Heidi Klum var óþekkjanleg sem varúlfurinn úr Thriller-myndbandinu árið 2017.
Heidi Klum var óþekkjanleg sem varúlfurinn úr Thriller-myndbandinu árið 2017. skjáskot/Instagram

2016

Árið 2016 var hún Heidi Klum og tvífarar.
Árið 2016 var hún Heidi Klum og tvífarar. Skjáskot/Instagram

2015

Heidi Klum sem Jessica Rabbit árið 2015.
Heidi Klum sem Jessica Rabbit árið 2015. Skjáskot af Daily Mirror

2013

Heidi Klum breytti sér í gamla konu árið 2013.
Heidi Klum breytti sér í gamla konu árið 2013. Ljósmynd/instagram/heidiklum
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál