Fegurðarráð hárlitunarsérfræðings

Marie Robinson
Marie Robinson skjáskot/instagram

Marie Robinson er 46 ára hársérfræðingur í New York. Hún hefur í nógu að snúast og rekur eigið fyrirtæki sem samanstendur af fjölmörgum hárgreiðslustofum. Hún gaf lesendum lífsstílssíðunnar Goop nokkur góð ráð um fegurð.

1. Fegurð er að vera sátt í eigin skinni

„Ef maður er sáttur þá hverfur allt það misjafna eins og dögg fyrir sólu. Hrukkurnar í kringum augun verða bara broshrukkur, það sama má segja um munninn. Þegar ég lít í spegil sé ég hamingju.“

2. Haltu þig við einfalda rútínu

„Ég nota mjög fáar en vandaðar vörur og leyfi hárinu að þorna eðlilega.“

3. Ef maður hugsar vel um húðina þarf maður ekki farðagrunn

„Mér finnst frábært að dag- og næturkremið sé sama varan. Húðin mín er silkimjúk og ég þarf aldrei að nota farðagrunn. Ég bara set á mig kremaðan kinnalit og er til í daginn.“

4. Fáðu góðan nætursvefn

„Ég vinn mikið og hef mikla orku. Hér áður fyrr fylltist ég samviskubiti yfir því að leyfa mér að sofa og fór snemma á fætur jafnvel þegar ég þurfti þess ekki. Nú leyfi ég mér að sofa og legg mig jafnvel þegar ég er ekki þreytt. Líkaminn þarf að hvíla sig og heilinn líka. Slökkvum á símunum, sjónvarpinu og hættum öllu masi. Ég bara ligg og anda rólega. Þá fer ég líka í bað til þess að slaka á.“

5. Ekki taka þig of hátíðlega

„Stíll minn er alltaf mjög léttur og leikandi. Ég elska tísku og hár en ég tek mig ekki of alvarlega. Fatastíll minn einkennist af litríkum „vintage“-kjólum og handgerðum korselettum sem ég para við gallabuxur og pils. Hárið er vanalega greitt upp í hnút og ég nota ekki mikinn farða. Þegar maður er ungur þarf maður ekki mikið til þess að líta vel út og ég held að það viðhorf fái fólk til þess að eldast vel. Svo þarf maður að bera sig vel og hafa fullt af sjálfstrausti.“

6. Borðaðu

„Það hefur aldrei gengið vel að neita mér um eitthvað. Ég hef ómeðvitað þróað með mér vanann að fasta reglulega. Ég byrja daginn á einhverju góðgæti og einum kaffibolla og passa mig svo það sem eftir lifir dags og borða bara léttar máltíðir. Ég fæ mér oftast léttsteikt grænmeti í kvöldmatinn eða eitthvað sem telst til Miðjarðarhafsmataræðis. Ég næ ekki að hreyfa mig mikið á virkum dögum en um helgar reyni ég að stunda styrktarþjálfun með einkaþjálfara. Hann leggur áherslu á æfingar sem rétta úr líkamsstöðu minni eftir að hafa staðið og klippt hár allan daginn.“

View this post on Instagram

Read the latest from @goop about your fav blonde ;) link in bio

A post shared by MARIE ROBINSON (@marierobinsonsalon) on Oct 21, 2020 at 7:23am PDTmbl.is