Undirfatarisi svarar kalli um fjölbreytileika

Hátíðartíska Victoria's Secret. Hér má sjá þær Chanel Iman, Helenu …
Hátíðartíska Victoria's Secret. Hér má sjá þær Chanel Iman, Helenu Christensen, Valentinu Sampaio og Candice Huffin. Samsett mynd

Jólin eru að koma hjá undirfataframleiðandanum Victoria's Secret með tilheyrandi hátíðarherferð. Fyrirtækið, sem hefur verið gagnrýnt fyrir að sýna einhæfa mynd af fólki á tískusýningum sínum, reyndi að tikka í öll boxin í jólaherferðinni. Englagangan vinsæla fór ekki fram í fyrra og í ár eftir háværar gagnrýnisraddir árið 2018.

Í jólaherferðinni má sjá transfyrirsætuna Valentinu Sampaio sem hefur setið fyrir hjá merkinu að undanförnu. Einnig má sjá dönsku ofurfyrirsætuna Helenu Christensen sem er orðin 51 árs, sem þykir nokkuð hár aldur í fyrirsætubransanum. Hin fimmtuga Daniela Perstova situr einnig fyrir í herferðinni. 

Fyrirsæturnar Candice Huffin og Devyn Garcia eru einnig áberandi en þær eru svokallaðar fyrirsætur í yfirstærð. Vaxtarlag þeirra líkist vaxtarlagi margra kvenna frekar en vaxtarlag þeirra Candice Swanepoel og Söru Sampaio sem einnig sitja fyrir í jólaherferðinni. 

Rauð og svört nærföt, silkisloppar og náttföt verða í tísku um jólin eins og sjá má hér að neðan. 

View this post on Instagram

Our holiday campaign has officially dropped, and it’s all the proof you need that there’s *always* a reason to shine.

A post shared by Victoria's Secret (@victoriassecret) on Nov 2, 2020 at 8:48am PST

View this post on Instagram

@solangevandoorn puts the cheer in our holiday campaign (pssst: stay tuned for more from BTS!).

A post shared by Victoria's Secret (@victoriassecret) on Oct 31, 2020 at 10:16am PDT

View this post on Instagram

On the lookout for the most wonderful time of the year. 🎄🎁

A post shared by Victoria's Secret (@victoriassecret) on Oct 29, 2020 at 9:20am PDT





mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál