Ofurfyrirsæta leyfir lubbanum að njóta sín

Fyrirsætan Ashley Graham sýnir náttúrulegan hárvöxt í baði.
Fyrirsætan Ashley Graham sýnir náttúrulegan hárvöxt í baði. Skjáskot/Instagram

Ofurfyrirsætan Ashley Graham átti afmæli í síðustu viku og deildi myndum frá deginum með aðdáendum sínum á Instagram. Graham fór meðal annars í bað á afmælisdaginn og var ekki hrædd við að sýna myndarlegan hárvöxtinn undir höndunum. 

Það er alltaf að verða algengara að konur raki sig ekki undir höndunum. Þessi staðlaða hugmynd er samt alltaf til staðar. Graham fékk nokkrar leiðindaathugasemdir eftir myndbirtinguna en sem betur fer líka hrós fyrir að sýna hár undir höndunum. 

Í viðtali við Today í ágúst greindi Graham frá hárvextinum og hvaða stíl hún væri að vinna með í kórónuveirufaraldrinum. Graham sagðist aðallega vera í íþróttabuxum og sýndi því næst hárið undir höndunum. 

„Ég er heppin ef ég fer í brjóstahaldara. Ég veit ekki hvað er langt síðan ég rakaði mig undir höndunum. Móður minni finnst þetta ógeðslegt hins vegar en það skiptir ekkert máli lengur.“

View this post on Instagram

perfect bday with my boys 💕 (and if you didn’t vote yet, get out there tomorrow folks!!)

A post shared by A S H L E Y G R A H A M (@ashleygraham) on Nov 2, 2020 at 7:12pm PST

mbl.is