Klæðast síðkjólum og demantsþvengjum

Kim Kardashian, Hailey Bieber og Beyoncé í nýjustu tísku.
Kim Kardashian, Hailey Bieber og Beyoncé í nýjustu tísku. Samsett mynd

Tónlistarkonan Beyoncé er nýjasta stjarnan til þess að klæðast fallegum síðkjól sem virðist vera með skrautlegum þveng í stíl. Raunveruleikaþáttastjarnan Kim Kardashian klæddist svipuðum kjól nýlega og fyrirsætan Hailey Bieber gerði slíkt hið sama í fyrra. 

Ekki er langt síðan hneykslast var á þeirri tísku að sýna efnislítinn nærfatnað en tískan var vinsæl rétt eftir síðustu aldamót. Nú er vottur af þessari tísku orðinn að hátísku. Hvort sem um nærbrók er að ræða eða einfaldlega streng sem er fastur við kjól er ljóst hvað verið er að vísa í. 

Beyoncé klæddist rauðum síðkjól eftir bandaríska hönnuðinn Christopher John Rogers í desemberútgáfu breska Vogue. Kjólinn er opinn í bakið en skartgripir fá athygli á baki tónlistarkonunnar og þá sérstaklega demantsskreyttur þvengur sem virðist fylgja kjólnum. 

View this post on Instagram

British Vogue December 2020

A post shared by Beyoncé (@beyonce) on Nov 1, 2020 at 9:15am PST

Kim Kardashian klæddist svipuðum kjól frá Givenchy. Kjóllinn sem Kardashian klæddist var svartur, langerma og opinn í bakið. Undir kjólnum var raunveruleikaþáttastjarnan í rauðum þveng. 

Á fjáröflunarkvöldinu Met Gala í New York vorið 2019 klæddist fyrirsætan Hailey Bieber svipuðum kjól og þær Beyoncé og Kim Kardashian gerðu nýlega. Kjóllinn hennar var frá Alexander Wang. Hann var ljósbleikur, langerma og opinn í bakið. Kjólnum virtist fylgja þvengur sem var skreyttur demöntum líkt og í tilviki Beyoncé. 

Hailey Bieber.
Hailey Bieber. AFP
View this post on Instagram

Met! Thank you for having me again @voguemagazine and thank you @alexanderwangny 💕

A post shared by Hailey Baldwin Bieber (@haileybieber) on May 6, 2019 at 8:59pm PDT



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál