Stefanía vann spariátakið: „Þetta lýsti upp daginn“

Stefanía Jörgensdóttir sigraði í spariátaki Smartlands Mörtu Maríu og fékk …
Stefanía Jörgensdóttir sigraði í spariátaki Smartlands Mörtu Maríu og fékk 100.000 króna gjafabréf í Mathilda í Kringlunni.

Smartland setti af stað sérstakt spariátak á dögunum til þess að reyna að hressa lesendur við. Spariátakið gekk út á það að fara úr heimagallanum, klæða sig upp á, taka af sér mynd og pósta henni á instagram. Góð þátttaka var í leiknum en verðlaunin voru ekki af verri endanum, 100.000 króna gjafakort frá Mathildu í Kringlunni sem selur Ralph Lauren, Armani, Sand og fleiri merki. Stefanía Jörgensdóttir datt í lukkupottinn og segir hún að spariátakið hafi lýst upp daginn því það sé búið að vera lítið við að vera hjá henni annað en að sinna nærumhverfinu.

„Það er búið að vera mjög lítið að gerast hjá mér. Ég er atvinnulaus þessa dagana en ég var ritari á einkarekinni skurðstofu og svo hef ég líka verið verktaki hjá fyrirtækjum sem skipuleggja ráðstefnur. Það hefur lítið verið að gerast þar og hefur þetta verið frekar dapurt. Það er ekki margt hægt að gera þótt maður reyni auðvitað. Þess vegna fannst mér skemmtilegt að taka þátt í spariátakinu,“ segir Stefanía í samtali við Smartland. 

Stefanía hefur dálæti á fallegum fötum en hefur vegna ástandsins ekki getað notað fínu fötin sín því það er svo lítið um að vera. Kjóllinn sem hún klæddist í spariátakinu var keyptur 2014 en var ennþá með miðanum á því hann hafði aldrei verið notaður. 

„Ég keypti kjólinn í Prinsessunni 2014 því við hjónin vorum að fara í siglingu í nóvember það ár ásamt vinum okkar. Ég hafði aldrei farið í siglingu áður og vildi hafa svona rosalegan selskapskjól með í ferðina. Þegar allt kom til alls fannst mér kjóllinn of sparilegur og tók hann ekki með. Hann hefur því bara verið óhreyfður inni í skáp þangað til hann fékk sitt móment í sparileiknum á Smartlandi,“ segir hún og játar að kjóllinn hafi ekki bara verið með verðmiðanum á heldur í plastinu líka. 

Hvað var það við þennan kjól sem heillaði þig?

„Ég hugsa að það sé liturinn og sniðið, hann er þannig. Svolítið áberandi og flottur og hann greip mig,“ segir hún.

Ákvaðstu strax að taka þátt í spariátakinu þegar það var auglýst eða þurftir þú að hugsa þig um?

„Ég var búin að sjá þetta auglýst en var ekki stemmd til að taka þátt í þessu strax. Systir mín hringdi í mig um morguninn og tók við mig viðtal vegna verkefnis sem hún er að vinna og ég lagaði mig til, setti í mig rúllur og málaði mig áður en hún kom. Þegar hún var farin hugsaði ég með mér að ég ætti nú að vera með og fór í kjólinn og tók af mér myndir um allt hús. Ég varð svo glöð og því var þetta einhvern veginn „moment of joy“. Þetta lýst upp daginn og var svo gaman,“ segir hún og bætir við: 

„Ég var svo ánægð með mig að hafa gert þetta.“

Stefanía og eiginmaður hennar áttu 30 ára brúðkaupsafmæli í sumar …
Stefanía og eiginmaður hennar áttu 30 ára brúðkaupsafmæli í sumar og fóru í ferð upp á hálendið. Hún tók hvít föt með í ferðina svo þau gætu klætt sig upp á í ferðinni.

Stefanía er 58 ára og hefur verið á instagram síðan 2015. 

„Ég átti glansmyndabók þegar ég var lítil og ég lít á instagram sem glansmyndabókina mína. Mér finnst það mjög skemmtilegt og fylgist með alls konar tískudömum á instagram. Ég veit að það er ekki allt satt sem er á þessum miðlum og tek þeim þannig. Fyrir mér er þetta bara skemmtun,“ segir hún.

Stefanía fékk 100.000 króna gjafakort í vinning og segist vera mjög þakklát fyrir það. Þegar hún er spurð hvað hún ætli að kaupa sér í Mathildu í Kringlunni segist hún ekki eiga í neinum vandræðum með að finna eitthvað. 

„Auðvitað kaupi ég mér eitthvað fyrir jólin þótt það verði kannski engin jólaboð,“ segir hún, alsæl yfir að hafa látið vaða.

Stefanía tekur alltaf með sér kjóla í ferðalög.
Stefanía tekur alltaf með sér kjóla í ferðalög.
Kjólar eru í miklu uppáhaldi hjá Stefaníu.
Kjólar eru í miklu uppáhaldi hjá Stefaníu.
mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál