Með lengstu leggi í heimi

Maci Currin er afar hávaxin og leggjalöng.
Maci Currin er afar hávaxin og leggjalöng. Skjáskot/Youtube

Það þykir jafnan eftirsóknarvert að vera með langa leggi og eru margar fyrirsætur þekktar fyrir fótafegurð sína. Engin stúlka er þó með tærnar þar sem hin 17 ára Maci Currin frá Texas í Bandaríkjunum er með hælana. Currin komst nýlega í heimsmetabók Guinnes fyrir að vera sú kona sem er með lengstu leggi í heimi. 

Currin er yfir tveir metrar á hæð. Fótleggir hennar eru 60 prósent af hæð hennar. Vinstri fótleggur Currin mældist 135,267 sentímetrar og hægri fótleggurinn 134,3 sentímetrar. 

Unglingsstúlkan segist alltaf hafa verið hávaxin. Þrátt fyrir að það er reynist erfitt að finna föt sem passa á hana og fara inn í ákveðnar tegundir af bílum ákvað hún að sækjast eftir heimsmetinu til þess að hvetja annað fólk til þess að fagna hæð sinni. Hæðin kemur sér líka vel í íþróttum. 

Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá viðtal við Currin. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál