Simmi Vill komst loksins í klippingu

Simmi VIll er búinn að fara í klippingu.
Simmi VIll er búinn að fara í klippingu. Skjáskot/Instagra

Það voru margir glaðir þegar hárgreiðslustofur opnuðu aftur. Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson eða Simmi Vill var einn þeirra sem glöddust mikið enda kominn með ansi góðan lubba. Simmi skellti sér í klippingu í dag.  

Simmi greindi frá því á Instagram í gærkvöldi að hann væri á leið í klippingu. Rauða hárið var orðið ansi þykkt en hann sagði jafnframt að það sæist meira í gráu hárin þegar hárið væri svona sítt. Hann útilokar ekki að ferðin á hárgreiðslustofuna sjáist á vigtinni. 

Eins og sjá má á mynd sem Simmi birti á Instagram er töluverður munur á honum fyrir og eftir klippinguna. 

mbl.is