Lét hárið fjúka eftir sambandsslitin

Demi Lovato lét lokkana fjúka.
Demi Lovato lét lokkana fjúka. Skjáskot/Instagram

Tónlistarkonan Demi Lovato er heldur betur búin að taka til í sínu lífi á síðustu mánuðum. Hún sleit trúlofun sinni við Max Ehrich í september og nú er hún búin að fara í klippingu. Lovato var með fallegt, dökkt sítt hár og er nýja klippingin algjör andstæða. 

Lovato skartar nú stuttu ljósu hári og lét hún einnig raka aðra hliðina. Hársnyrtimeistarinn Amber Bolt sá um klippinguna og sagði í viðtali við UsWeeky að klippingin táknaði nýtt upphaf fyrir tónlistarkonuna. 

Lovato var með sítt dökkt hár fyrir klippinguna.
Lovato var með sítt dökkt hár fyrir klippinguna. AFP

„Demi sótti innblástur í sinn persónulega vöxt fyrir klippinguna. Við erum að fara inn í nýjan áratug/tímabil og líka hár hennar. Hárið endurspeglar beint hver hún er,“ sagði Bolt. 

View this post on Instagram

A post shared by Demi Lovato (@ddlovato)

mbl.is