J-Lo stal senunni í silfurdressi

J-Lo stal senunni á Bandarísku tónlistarverðlaununum í gær.
J-Lo stal senunni á Bandarísku tónlistarverðlaununum í gær. AFP

Tónlistarkonan Jennifer Lopez stal senunni á rauða dreglinum á Amercian Music-verðlaunahátíðinni sem haldin var í gærkvöldi. Lopez klæddist silfurpilsi og toppi í stíl frá merkinu Balmain. 

Förðun og hár Lopez fær líka hæstu einkunn en hún var með svokallað „wet look“ sem hármeistarinn Chris Appleton töfraði fram. 

Leikkonan Megan Fox og nýi kærastinn hennar Machine Gun Kelly mættu saman á rauða dregilinn í fyrsta skipti í gær. Fox klæddist gullfallegum grænum kjól frá Azzi & Osta. 

Cara Delevingne lét sig heldur ekki vanta. Hún var líka klædd í silfur. Delevingne var í silfurglimmerbuxnadragt frá Dolce & Gabbana.

Lopez í kjól frá Balmain.
Lopez í kjól frá Balmain. AFP
Megan Fox og Machine Gun Kelly.
Megan Fox og Machine Gun Kelly. AFP
Cara Delevingne í dragt frá Dolce & Gabbana.
Cara Delevingne í dragt frá Dolce & Gabbana. AFP
Paris Hilton glitraði í silfur kjól.
Paris Hilton glitraði í silfur kjól. AFP
Bebe Rexha valdi líka silfur.
Bebe Rexha valdi líka silfur. AFP
Tónlistarkonan Becky G í gullfallegum kjól.
Tónlistarkonan Becky G í gullfallegum kjól. AFP
mbl.is