Melania hóf jólin í gellustígvélum

Melania Trump klæddi sig upp þegar jólatréð kom í hús.
Melania Trump klæddi sig upp þegar jólatréð kom í hús. AFP

Melania Trump er byrjuð að undirbúa jólin en jólatré Hvíta hússins kom í hús á mánudaginn. Frú Trump tók á móti tré Hvíta hússins í síðasta skipti í víðri vetrarkápu og stígvélum. Koma jólatrésins markar árlega upphaf hátíðahalda í Hvíta húsinu og sér forsetafrúin um skreytingarnar. 

Trump, sem klæðist ávallt því besta, var klædd í hvíta og svarta köflótta kápu frá lúxusmerkinu Balenciaga. Ermarnar voru nokkuð stuttar og sást vel í svarta hanska Trump. Hnéháu gellustígvélin sem Trump klæddist pössuðu vel við hanskana. 

Melania Trump var í svörtu og hvítu.
Melania Trump var í svörtu og hvítu. AFP
Svartir hanskar og svört gellustígvél.
Svartir hanskar og svört gellustígvél. AFP

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem forsetafrúin klæðist gellustígvélum þegar jólatréð mætir í hús. Árið 2017 var hún einnig í hnéháum stígvélum en þau voru úr leðri. 

Melania Trump og Barron Trump skoða jólatréð árið 2017.
Melania Trump og Barron Trump skoða jólatréð árið 2017. mbl.is/AFP
mbl.is