Komin með nóg af kósígallanum

Heba Fjalarsdóttir er komin með nóg af kósígallanum og hlakkar …
Heba Fjalarsdóttir er komin með nóg af kósígallanum og hlakkar til að gera sig fína um jólin. Ljósmynd/Aðsend

Markaðsstjórinn Heba Fjalarsdóttir segir að margir séu eflaust komnir með nóg af því að vera í kósígallanum þetta árið. Sjálf er hún allavega komin með nóg og hlakkar til að klæða sig upp á jólunum. 

Heba er markaðsstjóri vefverslunarmiðstöðvarinnar Mynto og segir að það hafi verið nóg að gera hjá þeim í nóvember, enda mikið um afsláttardaga þennan mánuðinn. Sjálf hefur hún nýtt þá daga vel og stefnir á að klára jólagjafainnkaupin í dag á Cyber Monday. 

Hvað finnst þér einkenna jólatískuna í ár?

„Ég held að flestir hafi fengið sig fullsadda af kósígallanum og muni nýta tækifærið til að klæðast sínu besta. Jólatískan er annars nokkuð klassísk á hverju ári og einkennist af dökkum litum, flauel, pallíettum, glimmeri og klassískum sniðum.“

Ert þú búin að ákveða í hvernig kjól þú ætlar að vera yfir hátíðirnar? 

„Við klæðum okkur alltaf upp á jólunum í minni fjölskyldu. Ég hef fengið nóg af kósígallanum þetta árið og stefni á að taka þetta alla leið og fer jafnvel í síðkjól eða rauða pallíettudragt.“

Ljósmynd/Aðsend

Er eitthvað sérstakt sem þú vonar að verði í jólapakkanum þínum í ár?

„Mann langar alltaf í margt. Núna langar mig mest í fallega ullarsokka, Hættuspilið og nýja hlaupaskó. Svo dreymir mig reyndar líka um um vélmennaryksugu.“

Ertu með eitthvert ráð til þeirra sem finnst erfitt að versla á netinu en langar til að gera það í þessari afsláttarviku?

„Það eru margar verslanir að bjóða upp á tilboð á þessum dögum og því ómögulegt að skoða allt úrvalið. Ég mæli með því að skoða aðeins tilboð hjá þeim verslunum sem bjóða upp á vörur sem mann hefur lengi langað í og sjá hvort maður geti ekki gert góð kaup.“

Hættuspilið er á óskalista Hebu í ár.
Hættuspilið er á óskalista Hebu í ár. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is