Það er fátt skemmtilegra en að finna jólagjafir sem hitta í mark hjá unga fólkinu. Unglingar eru jafn misjafnir og þeir eru margir, en það sem einkennir þennan flotta aldur er að fáir hafa jafn gaman af pökkum og þeir. Flottar merkjavörur, fatnaður og alls konar tæknidót er vinsælt um þessar mundir. Hér eru nokkrar áhugaverðar gjafir til að lauma í pakka unglingsins um jólin.