Þórunn sjokkeraði vinkonur vinkvenna og birti fleiri myndir

Þórunn Antonía Magnúsdóttir sjokkeraði vinkonur á internetinu og ákvað því …
Þórunn Antonía Magnúsdóttir sjokkeraði vinkonur á internetinu og ákvað því að taka myndatökurnar alla leið.

Söngkonan og listamaðurinn Þórunn Antonía Magnúsdóttir er komin í heilmikið jólaskap á heimili sínu í Hveragerði. Þórunn frétti af því að mynd sem hún birti á instagram hefði sjokkerað vinkonur vinkvenna hennar og því ákvað hún að birta fleiri myndir úr þeirri seríu. Hún bendir á að konur eigi bara að fá að vera nákvæmlega eins og þær eru og að kvenpeningurinn eigi ekki að rakka aðrar konur niður. 

„Ég frétti að myndin sem ég póstaði hefði aldeilis sjokkerað vinkonur vinkvenna minna um daginn. Mér finnst það mjög fyndið ... þannig að hér eru fleiri. 😂 Eg mun aldrei láta hneykslun annarra dempa minn húmor, mína gleði, minn kynþokka eða mína greind, kona má vera sexy, kona má líka vera klár, ljóðskáld, djúp, fyndin, ömurleg að elda, samt góð mamma, blíð, töff, alklædd, allsber, mjó, feit, lítil stór og bara allskonar ... swipe fyrir fleiri gjafir 😎🔥💄🌹🥳,“ segir Þórunn Antonía á instagramreikningi sínum. 

mbl.is