Húðmeðferðin sem sléttir úr hrukkunum

Ragna Hlín Þorleifsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni.
Ragna Hlín Þorleifsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni.

Ragna Hlín Þorleifsdóttir, húðlæknir á Húðlæknastöðinni, segir að Sunekos-meðferðin njóti mikilla vinsælda um þessar mundir. Meðferðin snýst um að sprauta hreinni hýalúronsýru í húðina í kringum augun og þannig næst frísklegra útlit. Hún segir að meðferðin sé fyrir öll kyn. 

„Sunekos-meðferð er ný byltingarkennd meðferð þar sem hreinni hýalúronsýru ásamt aminósýrum er sprautað í húðina kringum augun. Amínósýrurnar í blöndunni eru einmitt þær amínósýrur sem frumur húðarinnar nota til að mynda kollagen og elastín þannig að við erum í raun að gefa frumunum þær byggingareiningar sem þarf til að mynda mikilvægustu byggingarprótein húðarinnar. Meðferðin stuðlar að því að bæði þéttleiki húðarinnar verður betri ásamt því að fínar línur mildast. Sunekos-meðferðinni er skipt niður í þrjár meðferðarlotur þar sem efninu er sprautað með örþunnri nál á nokkra staði kringum augun á tveggja vikna fresti,“ segir Ragna.
Efri myndin er fyrir og neðri myndin er eftir.
Efri myndin er fyrir og neðri myndin er eftir.

Eru konur ekkert hræddar við að láta sprauta í andlitið á sér?

„Almennt er fólk sem kemur til okkar ekki sprautuhrætt en auðvitað eru til undantekningar. Við bjóðum upp á deyfingu fyrir meðferðir, sérstaklega meðferðir sem geta verið óþægilegar eins og til dæmis varafyllingar. Þá getum við bæði deyft með tannlæknadeyfingu þannig að meðferðin er að öllu leyti án sársauka og óþæginda eða að við notum deyfikrem staðbundið á húðina. Auk þess notum við gjarnan ávalar langar bitlausar nálar (canulur) til að sprauta inn efnum og þá þarf ekki að stinga oft og mörgum sinnum með beittri nál, heldur er gert eitt lítið gat í húðina fyrir bitlausu nálina og unnið út frá því,“ segir hún.

Fær fólk frískleika með þessari meðferð án þess að fá svona lýtalæknaútlit?

„Algjörlega. Þar sem Sunekos samanstendur af þunnri hyalúronsýru og amínósýrum dreifist hún jafnt um augnsvæðið og er því ekki eins og hefðbundin fylliefni sem byggja upp tap á fitu- og stoðvefjum undir húðinni. Meðferðin gefur náttúrulegt útlit og mildar öldrunareinkenni á augnsvæði.“

Efri myndin er fyrir meðferð og neðri myndin er eftir …
Efri myndin er fyrir meðferð og neðri myndin er eftir meðferð.
Efri myndin er fyrir og neðri myndin er eftir.
Efri myndin er fyrir og neðri myndin er eftir.

Á hvaða aldri eru þær konur sem sækja í þessa meðferð?

„Þar sem hægt er að nota meðferðina á mjög breiðan hóp fólks með ólík vandamál erum við að meðhöndla konur á öllum aldri. Yngri konur leita mest til okkar vegna áberandi bauga og þá gæti ein meðferð gert heilmikið. Ef húðin er aftur á móti orðin slöpp og vantar teygjanleika þarf fleiri meðferðir til að byggja upp húðina aftur,“ segir Ragna.

Eru karlar að nýta sér slíkar aðferðir?

„Að sjálfsögðu! Karlmenn eru sífellt að sækja í sig veðrið hvað varðar lýtahúðlækningar og við sjáum aukinn fjölda þeirra á Húðlæknastöðinni. Þeir glíma við sömu vandamál og við konurnar og nútímakarlmaðurinn er orðinn meira meðvitaður um hversu miklu máli skiptir að hugsa vel um húðina til að viðhalda henni sem lengst,“ segir hún.

Hver myndir þú segja að væri húðmeðferð ársins 2020?

„Ég myndi segja að húðþétting með Ultraformer sé húðmeðferð ársins 2020. Þessi meðferð hefur slegið í gegn hjá okkur á Húðlæknastöðinni enda erum við að sjá frábæran árangur eftir meðferðina. Meðferðin er einnig kölluð andlitslyfting án skurðaðgerðar og notar hljóðbylgjur til að styrkja og þétta húðina. Þetta er eina tækið sinnar tegundar á Íslandi en Ultraformer er byggt á HIFU (High Intensity Focused Ultrasound) og MMFU (Micro Macro Focused Ultrasound) tækni. Flest sambærileg tæki eru einungis byggð á HIFU.“

Efri myndin er fyrir og seinni myndin er eftir.
Efri myndin er fyrir og seinni myndin er eftir.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál