Hinn fullkomni grunnur fyrir jólaförðunina

Ljósmynd/Becca Cosmetics

Lykillinn að fallegri húð er ekki bara fallegur og góður farði heldur skiptir miklu máli hvað þú setur undir farðann. Það er mjög mikilvægt að næra húðina vel og tryggja að hún búi yfir miklum raka áður en þú ætlar að gera hana enn fallegri.

Ljómakremið frá Becca, Becca Ignite, er lykillinn að því að draga fram birtuna í húðinni. Það skemmtilega við ljómakremið er að það er hægt að nota það bæði á líkamann og á andlitið, því hann þarf ekkert endilega að fara undir farða.

Hægt er að bera það á húðina beint á eftir farðagrunni og á undan farða. Það skilar fallegri útkomu án þess þó að ljóminn sé of áberandi og að þú glansir eins og diskókúla.

Síðan er hægt að dumpa því létt efst á kinnbeinin með svampi þegar farði og hyljari eru komnir á sinn stað. Það skilar aðeins áberandi en mjög hátíðlegri útkomu. Einnig er hægt að blanda saman einni pumpu af ljómakreminu við farðann. Það mun óneitanlega gefa þér ljómandi flotta útkomu.

Síðast en ekki síst er hægt að bera hann á öll svæði sem þú vilt beina athyglinni að. Það er til dæmis hægt að skella honum á viðbeinin ef þú vilt draga þau fram. Kremið helst mjög vel á húðinni, þurrkar húðina ekki og kemur í fimm fallegum litum. 

Ljómakremið frá Becca dregur fram ljómann í húðinni.
Ljómakremið frá Becca dregur fram ljómann í húðinni. Ljósmynd/Becca Cosmetics
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »