Íslensk sápa sem ögrar veirunni

Íslendingar eru án efa orðnir góðir í að þvo sér …
Íslendingar eru án efa orðnir góðir í að þvo sér um hendurnar. Af hverju ekki að þvo sér með kórónusápunni sem fæst í verslunum um þessar mundir? mbl.is/skjáskot Instagram

Íslendingar verða að vera duglegir að þvo sér um hendurnar um jólin. Fyrir Íslendinga sem vilja leggja sig fram um að gera það vel getur kórónusápan verið smart jólagjöf í pakkann. Sápan er í umhverfisvænum umbúðum og fæst hjá Skýjaverksmiðjunni, Listasafni Íslands og Rammagerðinni svo eitthvað sé nefnt. 

Sápan sem Skýjaverksmiðjan gerir er myndlistartengdur varningur. Það eru systurnar og myndlistarkonurnar Ragnhildur Lára og Margrét Helga Weisshappel sem hönnuðu sápuna, sem er í laginu eins og kórónuveiran. Handþvotturinn verður að eins konar handnuddi segja þeir sem hafa notað sápuna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál