Svona frískar þú þig upp á dimmasta tíma ársins

Ljósmynd/St.Tropez

Nú þegar dimmustu vikur ársins eru framundan gerir það mikið fyrir geðheilsuna að líta ekki út eins og grápokarotta. Fátt gerir meira fyrir sjálfstraustið en að skrúbba sig vel í sturtunni og bera svo á sig gullfallegt brúnkukrem.

Nýja brúnkuvatnið frá St. Tropez gerir líka meira en bara að gefa þér fallegt sólkysst útlit, það gefur húðinni þinni D-vítamínið sem hana sárlega vantar á þessum tíma árs. Í St. Tropez Self Tan Purity Vitamins er að finna bæði D-vítamín og C-vítamín. C-vítamínið hjálpar til við að gera húðina bjartari og líflegri á meðan D-vítamínið hressir þig við.

Það er einnig undursamleg lykt af vatninu sem flytur þig beint til suðrænna landa. Það er engum blöðum um það að fletta að það eru fáir á leið í sólina um jólin. Það er samt alveg hægt að vera brúnn í mesta skammdeginu.

Samhliða brúnkuvatninu er fullkomið að nota brúnkuserumið frá St. Tropez Purity Vitamins. Mælt er með því að skrúbba líkamann og andlitið vel að kvöldi til og bera svo vatnið og serumið á. Það er best að bera brúnkuna á með þar til gerðum brúnkuhanska og nota svo þéttan förðunarbursta til að bera létt lag á hendurnar. Serumið getur þú borið á með höndunum en mundu að þvo hendurnar strax á eftir.

Brúnkan er ekki lengi að þorna, aðeins nokkrar mínútur. Síðan er best að skella sér í náttfötin og morguninn eftir vaknar þú eins og þú hafir verið að koma frá Tenerife. Brúnkan smitast ekki í náttfötin né rúmfötin og það besta við hana er að þú þarft ekki að skola hana af. 

Ljósmynd/St.Tropez
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál