Passaðu þig á þurrsjampóinu

Það er vandrataður vegur að hugsa vel um hárið.
Það er vandrataður vegur að hugsa vel um hárið. Unsplash.com/Element5-digital

Þurrsjampó hefur komið mörgum til bjargar á undanförnum árum. Það lengir tímann á milli hárþvotta og gefur rótinni meiri fyllingu og lyftingu. En getur orðið of mikið af því góða? Franskur hárlitunarsérfræðingur, Christophe Robin, segir að endurtekin notkun þurrsjampós geti haft áhrif á lokkana. 

Hársvörðurinn þarf að anda

„Vandamálið með hárvörur sem þessar er að þær límast við hársvörðinn. Ef hársvörðurinn nær ekki að anda verður hann fitukenndur og viðkvæmur. Þurrsjampóið þurrkar upp umframolíu og þekur á sama tíma hársvörðinn og veldur ertingi um leið. Þetta getur veikt hárið og valdið hármissi til lengdar,“ segir Robin.

Hárið verður líflausara

„Áhrifin eru svo mun verri ef þú ert með litað hár eða mjög þurrt hár. Þessar hárvörur þekja hárið til þess að það virki umfangsmeira en þegar hár hefur verið litað festist meira við það og það er erfiðara að ná þurrsjampóinu úr. Þá byggjast upp umframleifar þess og hárið verður líflausara.

Hugsaðu um hárið líkt og plöntu

Ef þú virkilega þarft að nota þurrsjampó skaltu passa að þvo það úr strax daginn eftir og nota sérstaka hreinsimeðferð einu sinni í viku til þess að koma í veg fyrir uppbyggingu efna í hársverðinum. Þú verður að hugsa um hárið eins og plöntu; ef þú nærir ekki ræturnar mun plantan ekki vaxa. Nuddaðu höfuðið og hvolfdu því í þrjár mínútur fyrir svefninn til þess að fá aukið blóðflæði upp í haus,“ segir Robin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál