Fáránlegur jólakjóll Kardashian West

Kim Kardashian West í jólakjólnum.
Kim Kardashian West í jólakjólnum. Skjáskot/Instagram

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian West valdi heldur betur óhefðbundinn jólakjól þetta árið. Jólakjóllinn var grænn með upphlut úr grænu leðurefni og ljósgrænu flauelspilsi. Kjóllinn þykir helst minna á búning ofurhetju og hafa margir furðað sig á vali Kardashian West. 

Upphluturinn er úr smiðju Schiaparelli Haute Coture og með ámáluðum kviðvöðvum. Pilsið er úr smiðju hins ítalska Daniel Roseberry. Hún var með hátt tagl í hárinu og stóra eyrnalokka einnig frá Schiaparelli.

„Þetta lítur út eins og Hulk-búningur,“ skrifaði einn notandi á Twitter. Öðrum þótti hún frekar líta út eins og skjaldbökurnar vinsælu úr Teenage Mutant Ninja Turles. „Er það bara ég eða klæddi Kim Kardashian sig upp sem Teenage Mutant Ninja Turtles á jólunum?“ skrifaði einn á Twitter. 

Sumum fannst þó kjóll Kardashian West fínn og hrósuðu henni fyrir hugrekki. Systir hennar, Khloé Kardashian, sagði hana vera drottningu. 

Kim og með systur sinni Kourtney Kardashian.
Kim og með systur sinni Kourtney Kardashian. Skjáskot/Instagram
mbl.is