Kara Kristel elskar fellingarnar sínar

Kara Kristel elskar fellingarnar sínar.
Kara Kristel elskar fellingarnar sínar. Samsett mynd

Samfélagsmiðlastjarnan Kara Kristel Signýjardóttir elskar líkama sinn eins og hann er. Í gær birti hún mynd af sér á nærbuxunum þar sem sást í fellingar á baki hennar. „Eru ekki örugglega allir sem eru viðkvæmir fyrir fellingum farnir að sofa? Sjá mig án gríns love this,“ skrifaði Kara við myndina. 

Kara hefur verið dugleg að tala um líkama sinn og ást sína á honum á samfélagsmiðlum sínum. Hún hvetur alla til að elska sig eins og þeir eru, óháð sliti, fellingum og tussubumbu. 

Á síðasta ári birti hún til dæmis mynd af sér á nærbuxunum þar sem kviður hennar og slitför sáust greinilega. Þá minnti hún fylgjendur sína á að það þyrfti ekki flatan maga til að vera „hot“. 

View this post on Instagram

A post shared by Kara Kristel (@karakristel)

mbl.is