Betra að vera þekktur sem fyrirsæta en prins

Nikolai Danaprins kom fram á tískusýningu Burberry.
Nikolai Danaprins kom fram á tískusýningu Burberry. skjáskot/Instagram

Hinn 21 árs gamli Nikolai Danaprins er ánægður með að hafa skapað sér nafn sjálfur sem fyrirsæta. Í kínverskri heimildarmynd sem nú er aðgengileg á youtube segist prinsinn fá mikið út úr því að ganga tískupallinn en Nikolai, sem er elsta barnabarn Margrétar Þórhildar Danadrottningar, hefur unnið fyrir mörg af stærstu tískuhúsum heims. 

Nikolai var himinlifandi þegar móðir hans, Alexandra greifynja, sagði honum frá áhuga umboðsmanna á honum. „Ég man að ég var mjög spenntur, ekki hræddur,“ sagði Nikolai um fyrstu reynsluna í fyrirsætuheiminum. „Þú færð adrenalínkikk út úr þessu líka.“

Nikolai sagði það hafa verið mjög skemmtilegt að ganga tískupallinn fyrir franska tískuhúsið Dior í París. „Ég fékk að opna og loka sýningunni,“ sagði Nikolai og sagði mikinn mun á athyglinni sem hann fær fyrir að vera prins og fyrir að vera fyrirsæta. „Munurinn er að það er gott að vera þekktur sem fyrirsætan Nikolai en ekki prinsinn Nikolai. Fyrir eitthvað sem ég gerði sjálfur en ekki eitthvað sem ég var fæddur sem.“

Prinsinn er fyrirsæta hjá umboðsskrifstofunni Scoop Models. Hann hefur birst á síðum Vogue auk annarra tískublaða. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál