Reyndi að fjarlægja skapahár konu sinnar

Kevin Bacon og Kyra Sedgwick.
Kevin Bacon og Kyra Sedgwick. REUTERS

Leikarahjónin Kevin Bacon og Kyra Sedgwick hafa verið gift í 32 ár en eru enn að upplifa eitthvað nýtt í sambandi sínu. Bacon reyndi til dæmis að fjarlægja skapahár Sedgwick í kófinu. Leikkonan sagði í spjallþætti Jimmys Kimmels að hún hefði lært að meta starf snyrtifræðinga betur eftir lífsreynsluna.

„Mér eða okkur varð ljóst að, þú veist, ég þyrfti bikínívax,“ sagði Sedgwick, sem segir háreyðingarmeðferðina ekki mjög flókna. 

Leikkonan sagði eiginmann sinn vera mjög handlaginn. Hann gæti bæði eldað og gert við hluti. Hún hélt þess vegna að hann gæti gert sér þennan greiða og pantaði mjög fínan vaxbúnað. 

Í ljós kom að vaxmeðferð er töluvert flóknari en hún gerði ráð fyrir. Hún gaf í skyn að Bacon hefði reynt að fjarlægja of mörg hár í einu. Einnig skiptir máli að rífa í rétta átt. Meðferð eiginmanns hennar var mikil kvöl og sagði hún kraftaverk að hún hefði ekki þurft að fara til læknis.

mbl.is