Íslensk hönnun Arnars Más á vef Vogue

Arnar Már Jónsson.
Arnar Már Jónsson. Ljósmynd/Aðsend

Haust- og vetrarlína ársins 2021 sem fatahönnuðurinn Arnar Már Jónsson hannaði er til umfjöllunar á vef breska Vogue. Á vefnum er hægt að skoða alla línuna sem hann vann ásamt Bretanum Luke Stevens. Arnar Már útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2013 og seinna frá Ryoal Col­l­e­ge of Arts árið 2017. 

Í grein Vogue kemur fram að í línunni sé notast við beitilyng til þess að lita fötin. Í línunni má meðal annars sjá ljós föt, ljósbrún, brún og svört. Tæknin við litunina var þróuð með styrk frá íslenska ríkinu en þess má geta að Arnar Már fékk listamannalaun í 12 mánuði í úthlutun ársins 2021 sem greint var frá í síðustu viku. 

Eins og áður er einnig lögð áhersla á notagildi línunnar. Flíkurnar eru tímalausar auk þess sem hægt er að nota þær á ýmsa vegu og við mismunandi veðurskilyrði. 

Hér fyrir neðan má sjá mynd úr nýrri línu Arnars Más. 

mbl.is