Minna upptekin af útlitinu en áður

Tess Daly gerir jóga daglega.
Tess Daly gerir jóga daglega. mbl.is/skjáskot Instagram

Breska fyrirsætan og þáttastjórnandinn Tess Daly er í frábæru formi en viðurkennir að nú þegar hún er orðin fimmtug sé hún minna upptekin af útlitinu en áður. Hún er einstaklega þakklát fyrir líkama sinn og segir jóga vera leyndarmálið á bak við formið sem hún er í. 

„Ég er alveg farin að sjá hrukkur og grá hár en hef ekki áhyggjur af því. Ég reyni að vera jákvæð og þakklát og legg áherslu á hvað líkaminn hefur gefið mér en ekki hvernig hann eldist,“ segir hún í viðtalið við Daily Mail.

Hún þakkar jóga og hröðum efnaskiptum útlit sitt. Eins segir hún líkamann hafa fleiri hlutverk, sem dæmi að bera og fæða börn, og það sé hún þakklát fyrir. 

Hún gerir jóga í upphafi hvers dags í tuttugu mínútur og segir auðvelt að nálgast jóga á netinu sem dæmi. 

View this post on Instagram

A post shared by Tess Daly (@tessdaly)mbl.is