Michelle Obama stal senunni

Michelle Obama, Jill Biden og Kamala Harris.
Michelle Obama, Jill Biden og Kamala Harris. Samsett mynd

Fyrrverandi forsetafrúin Michelle Obama var einstaklega smekklega klædd við innsetningarathöfn Joes Biden og Kamölu Harris í Washington D.C. í Bandaríkjunum í dag.

Frú Obama, forsetafrúin Jill Biden og varaforsetinn Kamala Harris klæddust allar fötum frá bandarískum hönnuðum, ólíkt fyrrverandi forsetafrúnni Melaniu Trump fyrir fjórum árum, en þá klæddist hún fatnaði frá evrópskum hönnuði. 

Frú Obama klæddist vínrauðri dragt og kápu í stíl. Hún setti punktinn yfir i-ið með stóru gylltu belti. 

Michelle Obama stal senunni.
Michelle Obama stal senunni. AFP
Michelle Obama ásamt eiginmanni sínum, fyrrverandi forsetanum Barack Obama.
Michelle Obama ásamt eiginmanni sínum, fyrrverandi forsetanum Barack Obama. AFP

Líkt og hún gerði þegar eiginmaður hennar var í embætti nýtti frú Obama tækifærið til að vekja athygli á bandarískum hönnuðum, oftar en ekki úr minnihlutahópum. Dragt hennar og kápa eru frá Sergio Hudson sem er svartur fatahönnuður frá Suður-Karólínuríki.

Varaforsetinn Harris klæddist fjólubláum kjól og fjólublárri kápu í stíl. Svörtu fatahönnuðurnir Christopher John Rogers og áðurnefndur Sergio Hudson hönnuðu klæðnað Harris.

Kamala Harris og eiginmaður hennar Doug Emhoff.
Kamala Harris og eiginmaður hennar Doug Emhoff. AFP

Forsetafrúin Biden klæddist grænbláum kjól og kápu í stíl. Kjóll hennar var skreyttur perlum en hún var með grímu í stíl við kjólinn. Kjóllinn var hannaður af Alexöndru O'Neill sem einnig er bandarísk og hannar undir merkinu Markarian. 

Kamala Harris valdi fjólublátt dress fyrir stóra daginn.
Kamala Harris valdi fjólublátt dress fyrir stóra daginn. AFP
Jill Biden var með grímu í stíl.
Jill Biden var með grímu í stíl. AFP
Forsetahjónin, Jill Biden og Joe Biden.
Forsetahjónin, Jill Biden og Joe Biden. AFP
mbl.is