Lærðu að prjóna vettlinga Sanders

Kappklæddur Bernie Sanders hefur vakið athygli um heim allan.
Kappklæddur Bernie Sanders hefur vakið athygli um heim allan. AFP

Öldungardeildarþingmaðurinn Bernie Sanders hefur notið mikilla vinsælda síðastliðna daga. Sanders var viðstaddur innsetningarathöfn Joes Bidens og Kamölu Harris á miðvikudag en klæðnaður Sanders þótti áhugaverður og hefur vakið heimsathygli. 

Hinn 79 ára gamli þingmaður var klæddur eftir veðri í hlýrri úlpu og með lopavettlinga. Það eru einmitt lopavettlingar Sanders sem hafa vakið mikla athygli en við fyrstu sýn minna þeir á íslensku lopapeysuna. 

Lopavettlingarnir eru úr endurunnum peysum.
Lopavettlingarnir eru úr endurunnum peysum. AFP

Ekki er þó hægt að fullyrða um að vettlingar Sanders eigi eitthvað skilt við lopapeysur sem Íslendingar prjóna. Vettlingana fékk hann að gjöf frá grunnskólakennaranum Jen Ellis sem kennir í grunnskóla í heimaríki hans Vermont. Þeir eru úr endurunnum peysum, bæði prjónapeysum og flíspeysum. Ellis hefur fengið fjölda fyrirspurna um vettlingana síðustu daga.

Hvort ein af þessum endurunnu peysum hafi verið lopapeysa frá Íslandi er ekki hægt að slá föstu. Hið svokallaða íslenska munstur sem íslenskar lopapeysur skarta er ekki einstakt í heiminum en samkvæmt Vísindavefnum tóku íslenskar prjónakonur á 20. öldinni mynstrið upp úr erlendum hannyrðatímaritum og aðlöguðu það að íslenska lopanum. Sambærilegt mynstur og sést á vettlingum Sanders er því ekki aðeins að finna á Íslandi. 

Danska ríkisútvarpið, DR, birti á vef sínum uppskriftina að lopavettlingum Sanders svo nú geta allir sem hafa áhuga á, prjónað sér Bernie vettlinga. Uppskrift en eftir hina bandarísku Alyssu Coffey en hana birti hún á vefnum Ravelry.com. Hin danska Signe Strømgaard þýddi hana yfir á dönsku.

Sanders klæddist fleiru frá heimaríki sínu en hann var í brúnni Edgecomb úlpu frá merkinu Burton sem var stofnað í Vermont. Úlpan er hlý og góð og þolir bæði vatn og vind. 

Ekki er hægt að slá föstu að vettlingar Sanders séu …
Ekki er hægt að slá föstu að vettlingar Sanders séu endurunnir úr íslenskri lopapeysu þó mynstrið sé líkt. AFP
AFP
mbl.is