Ævintýri fyrri ára dregin fram í dagsljósið

Áhersla er lögð á skartgripi og fylgihluti og má sjá nokkrar frekar eigulegar töskur sem myndu sóma sér vel við íslenskar aðstæður. Sérstaklega þessi svarta bólstraða með gullkeðjunni. Gull og bólstrað svart leður býr yfir þokka sem er svo eftirsóknarverður. Að einhverju leyti minnir línan svolítið á árin í kringum 1990 þegar kvenpeningurinn hrúgaði á sig gullskartgripum og ekkert þótti of mikið. Þetta gefur svolítið tóninn fyrir komandi tíð. Ef þið vitið ekkert hvað þið eigið að gera af ykkur um helgina þá mæli ég með því að þið takið til í fataskápnum og skartgripaskríninu og athugið hvort það leynist ekki eitthvað gyllt og svart sem hægt væri að draga fram til að hressa sig við í dimmasta skammdeginu.

Ef ykkur langar hins vegar að eignast eitthvað af þessu fína dóti þá kemur það í valdar Chanel-verslanir í maí.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál