Salka Sól lét hárið fjúka

Salka Sól Eyfeld var sítt ljóst hár en skartar nú …
Salka Sól Eyfeld var sítt ljóst hár en skartar nú mun styttara hári. mbl.is/Styrmir Kári

Tónlistarkonan Salka Sól Eyfeld, sem þekkt hefur verið fyrir sitt síða liðaða hár, fór í klippingu á dögunum. Hún skartar núna einstaklega fallegu stuttu hári.

Salka birti mynd af sér í gær þar sem hún sýnir nýju klippinguna. Undir myndina skrifaði hún „Úpps!!“. 

Auk stutta hársins fékk Salka sér líka „gluggatjaldatopp“ sem fer henni einstaklega vel. Hún lét líka lýsa hárið og fékk sér kaldari hvítan lit, en hún var áður með ljósgyllta lokka.

mbl.is