Áhrifavöldum bannað að nota villandi filtera

Sasha Pallari vakti fyrst athygli á málinu.
Sasha Pallari vakti fyrst athygli á málinu. Skjáskot/Instagram

Breskir áhrifavaldar mega ekki lengur nota villandi filtera í auglýsingum sínum á samfélagsmiðlum. Ef þeir nota slíka filtera til að auglýsavörur þurfa þeir að taka fram að þeir hafi verið notaðir. 

Neytendasamtökin Advertising Standards Authority (ASA) settu reglurnar eftir ákall frá neytendum á samfélagsmiðlum. Sasha Pallari byrjaði hreyfinguna í júlí á síðasta ári þar sem hún kallaði eftir að sjá meira af raunverulegri húð á Instagram. Hún notaði myllumerkið #filterdrop til að vekja athygli á málefninu. 

Filternotkun á samfélagsmiðlum er heitt umræðuefni á meðal þeirra sem starfa þar og þeirra sem nota samfélagsmiðla. 

Til vinstri er Pallari ekki með filter. Til hægri er …
Til vinstri er Pallari ekki með filter. Til hægri er hún með filter. Samsett mynd

ASA skoðaði tvö dæmi þar sem filterar höfðu verið notaðir í myndböndum áhrifavalda þar sem gervibrúnka var auglýst. Annars vegar var myndband fyrir Skinny Tan Ltd og hins vegar Tanologist Tan. Í báðum tilvikum komst ASA að þeirri niðurstöðu að filterarnir hefðu villt um fyrir neytendum. 

Reglur ASA þýða að fyrirtæki, áhrifavaldar og frægt fólk ætti ekki að nota filter til þess að auglýsa snyrtivörur ef það er líklegt að filterinn ýki áhrifin sem varan hefur. 

Brjóti fyrirtæki, áhrifavaldar eða stjörnur þessa reglu má fjarlægja efnið eða leggja bann við að það birtist aftur, sem gæti haft skaðleg áhrif á orðspor fyrirtækisins eða áhrifavaldsins.

BBC

mbl.is