Hárprúðustu menn Íslands

Rúrík Gíslasón, Halldór Benjamín Þorbergsson, Króli og Ólafur Ragnar eru …
Rúrík Gíslasón, Halldór Benjamín Þorbergsson, Króli og Ólafur Ragnar eru allir með fallegt hár. Samsett mynd

Íslenskir karlmenn eru margir hverjir með einstaklega fallegt hár. Undanfarið ár hefur verið erfitt fyrir þá sem fara reglulega í klippingu og leggja mikið upp úr því að vera með fallegt hár. Smartland fór á stúfana og tók saman hárprúðustu karlmenn þessa lands.

Jón Ásgeir Jóhannesson

Það er ekki að sjá að hár athafnamannsins Jóns Ásgeirs Jóhannessonar sé farið að þynnast. Jón Ásgeir hefur verið með sömu klippinguna í mörg ár og hún batnar bara með árunum. 

Athafnamaðurinn Jón Ásgeir Jóhannesson er með þykkan makka.
Athafnamaðurinn Jón Ásgeir Jóhannesson er með þykkan makka. Ljósmynd/Aðsend

Ólafur Ragnar Grímsson

Fyrrverandi forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, er með fallegt grátt hár. Hann er alltaf vel greiddur og er sveipurinn hans aðalmerki. Ólafur er alltaf með vel greitt hár, meira að segja þegar hann er í göngutúr með hundinn sinn. 

Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands.
Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Bjarni Frímann Bjarnason

Bjarni Frímann er aðstoðarhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Hann þykir afar hárprúður og fær hárið að njóta sín á sinfóníutónleikum. 

Bjarni Frímann Bjarnason.
Bjarni Frímann Bjarnason. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Halldór Benjamín Þorbergsson

Halldór Benjamín, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, er með mikið hár. Hárvöxturinn er mikill og vakti það athygli í vor þegar Halldór komst ekki í klippingu þegar hárgreiðustofur landsins lokuðu tímabundið í kórónuveirufaraldrinum. 

Halldór Benjamín Þorbergsson er með mikið hár. Þessi mynd af …
Halldór Benjamín Þorbergsson er með mikið hár. Þessi mynd af honum var tekin í apríl í fyrra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Árni Helgason

Árni Helgason, lögmaður og hlaðvarpsstjarna, er með fallegt rauðbirkið hár. Árið 2014 lýsti hann því yfir að það hefðu verið vonbrigði að komast ekki á lista yfir 24 hárprúðustu Íslendingana. „Ég stefni hærra í þeim efn­um, það er ljóst,“ sagði Árni í viðtali á sínum tíma. 

Árni Helgason og eiginkona hans Sigríður Dögg Guðmundsdóttir. Árni er …
Árni Helgason og eiginkona hans Sigríður Dögg Guðmundsdóttir. Árni er með fallegt hár. Ljósmynd/Facebook

Króli

Tónlistarmaðurinn Kristinn Óli Haraldsson eða Króli eins og hann er gjarnan kallaður var með sítt rautt hár þegar hann sló í gegn fyrir nokkrum árum. Hann er nú búinn að láta klippa hárið en hárið er enn fagurrautt. 

Hinn rauðhærði Króli sést hér með félaga sínum Jóa Pé.
Hinn rauðhærði Króli sést hér með félaga sínum Jóa Pé. Ljósmynd/Aðsend

Rúrik Gíslason

Rúrik Gíslason, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, er með sítt fallegt hár. Hárið var meðal annars það sem kom honum á kortið en hann átti það til að setja hárið upp í hnút rétt áður en hann kom inn á í leikjum Íslands á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Rússlandi árið 2018. Í kjölfarið varð hann gífurlega vinsæll á Instagram. 

Rúrik Gíslason.
Rúrik Gíslason. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Högni í Hjaltalín

Tónlistarmaðurinn Högni Egilsson gjarnan kenndur við hljómsveitina Hjaltalín er með hár eins og víkingur. Ljóst hárið er einkennismerki Högna. 

Högni Egilsson er með mikið ljóst hár.
Högni Egilsson er með mikið ljóst hár. mbl.is/Arnþór Birkisson
mbl.is