Keypti sér inniskó á 9,8 milljónir

Kylie Jenner.
Kylie Jenner. AFP

Raunveruleikastjarnan Kylie Jenner keypti sér inniskó á dögunum. Jenner keypti sér ekki bara einhverja venjulega inniskó heldur inniskó í takmarkaðri línu frá merkinu Birkenstocks. Inniskórnir kostuðu 76 þúsund bandaríkjadali eða um 9,8 milljónir króna. Jenner sýndi skóna á Instagram í vikunni.

Inniskórnir eru gerðir úr endurunnum Birkin-töskum frá franska tískuvörumerkinu Hermés en aðeins verða 10 skór framleiddir í línunni. Skórnir fást aðeins í gegnum sérpantanir. 

Jenner þekkir vörur Hermés vel, en hún á margar Birkin-töskur frá merkinu en sú ódýrasta kostar um 40 þúsund bandaríkjadali en sú dýrasta 500 þúsund. Jenner hefur sýnt eina að verðmæti 300 þúsund í skápnum sínum. 

Skórnir sem Kylie Jenner sérpantaði frá Birkenstocks.
Skórnir sem Kylie Jenner sérpantaði frá Birkenstocks. skjáskot/Instagram
Skjáskot/Instagram
mbl.is