Hefur aldrei farið í fegrunaraðgerð

Leikkonan Drew Barrymore.
Leikkonan Drew Barrymore. AFP

Leikkonan Drew Barrymore segist aldrei hafa farið í fegrunaraðgerð og ætlar að reyna að halda því þannig en hún er 45 ára. Í Hollywood telst það til undantekninga þegar fegrunaraðgerðir eru ekki hluti af reglubundnu viðhaldi. 

„Ég hef ekki gert neitt við andlitið á mér og vil reyna að halda því þannig,“ sagði Barrymore í spjallþætti sínum á dögunum. Hún bætti reyndar við að það ætti aldrei að segja aldrei. 

Hollwoodstjarnan er hrædd um að ánetjast fegrunaraðgerðum ef hún prófar þær. „Það sem mér er annt um og skiptir máli í lífinu er andlitið. Ég þekki sjálfa mig. Ég er með mikla fíkn. Ég fæ eina sprautu og ég lít út eins og Jocelyn Wildenstein á föstudaginn,“ sagði Barrymore en Wildenstein er bandarísk samkvæmisdrottning sem hefur farið í fjölda lýtaaðgerða. 

Barrymore fann fyrir pressunni og sá hvað konur voru að ganga í gegnum til að líta út á ákveðinn hátt. Uppreisnarseggurinn innra með henni fékk hana til þess að elta ekki hjörðina. Hún er ekki hrædd við að eldast og lærir að vera þakklátari fyrir lífið með hverju árinu sem líður. 

mbl.is