Lýtalæknir gagnrýnir Jennifer Lopez

Húð Jennifer Lopez er mjög slétt.
Húð Jennifer Lopez er mjög slétt. AFP

Unglegt útlit söngkonunnar Jennifer Lopez hefur mikið verið í umræðunni að undanförnu. Margir telja að hún hafi farið í bótoxmeðferðir en hún þvertekur fyrir það. Hún þakkar hrukkuleysi sitt mikilli notkun ólífuolíu. Lýtalæknirinn Corey L. Hartman hefur stigið fram og gagnrýnt J. Lo fyrir að koma ekki hreint fram.

„Sumt held ég en annað veit ég fyrir víst. Ég held að Jennifer Lopez sé að „gleyma“ að hafa fengið sér bótox en ég veit fyrir víst að það þarf meira til en ólífuolíu til þess að viðhalda æskuljómanum,“ segir Hartman í instagramfærslu.

„Ég hélt að við værum loksins hætt að vera í felum með slíkt og hætt að dæma aðra fyrir persónulegt val sitt þegar fegrunaraðgerðir eru annars vegar. Við skulum ekki taka skref aftur á bak og dæma fólk fyrir að nota bótox. Árangur þess er ótvíræður. Gangi þér vel J Lo með ólífuolíuna. Við trúum þér ekki en við elskum þig samt.“mbl.is