Svona færðu sápubrúnir eins og Sunneva Einars

Skjáskot/Instagram

Áhrifavaldurinn Sunneva Eir Einarsdóttir er með einstaklega flottar augabrúnir en hún notar sápu í brúnirnar og greiðir þær upp. Auk sápu notar hún sérstakan bursta til þess að móta augabrúnirnar. 

Sunneva fór ítarlega yfir aðferð sína á Instagram á dögunum. Hún segist bleyta burstann og nudda fast í sápuna. Hún segir mikilvægt að nota góðan bursta og segist oft hafa prófað lélegan bursta og verði útkoman þá ekki jafngóð. 

Hún greiðir augabrúnirnar upp og gerir það gróflega fyrst. Hún notar síðan puttana til að þrýsta hárunum niður. Eftir það notar hún þurran bursta til þess að laga brúnirnar þannig að hárin standi ekki alveg upp í loft. Leynitrix Sunnevu er að vera snögg að þessu því hárin eiga það til að límast við húðina. Sunneva er orðin ansi þjálfuð í sápubrúnaaðferðinni en þrátt fyrir það segir hún það vera lottó hvort augabrúnirnar komi vel út eða skelfilega! 

Áhrifavaldurinn mælir með að laga augabrúnirnar áður en farði er settur á andlitið. Ef það gleymist er um að gera að þurrka aðeins í kringum augabrúnirnar. Að lokum setur hún augabrúnapenna til þess að skerpa á brúnunum.

Sunneva greiðir augabrúnirnar upp.
Sunneva greiðir augabrúnirnar upp. Skjáskot/Instagram
Best er að gera augabrúnirnar tilbúnar áður en farði er …
Best er að gera augabrúnirnar tilbúnar áður en farði er settur á andlitið. Skjáskot/Instagram
mbl.is