Anna Fríða farðar sig eftir skapi og fatavali

Anna Fríða Gísladóttir.
Anna Fríða Gísladóttir.

Anna Fríða Gísladóttir, markaðsstjóri stafrænna miðla hjá BIOEFFECT, hugsar sérlega vel um húðina. Hún segir að heimavinnan á síðasta ári hafi gefið meira rými til þess að setja á sig maska. 

Hefur húðrútína þín eitthvað breyst í veirunni?  

„Nei í rauninni ekki. Ég hef alltaf lagt upp með að hugsa vel um húðina en aukin heimavinna kallar á fleiri tækifæri til að setja á sig maska og dekra extra við sig.“

Hvernig hugsar þú um húðina?

„Ég passa að þrífa hana alltaf tvisvar sinnum á hverjum degi og veita henni góðan raka hvort sem það er með EGF-seruminu frá BIOEFFECT eða nýja Hydrating Cream frá BIOEFFECT. Ég skrúbba hana tvisvar í viku með Volcanic Exfoliator og nota Imprinting Hydrogel-maskann frá BIOEFFECT einu sinni til tvisvar í viku til að fá auka rakaskot í húðina.“

Hvað finnst þér skipta mestu máli þegar húðin er annars vegar?

„Það skiptir mig miklu máli að vörurnar sem ég nota séu hreinar og innihaldi fá innihaldsefni en virki í raun og veru. Síðan reyni ég að passa að snerta á mér andlitið sem minnst í dagsins amstri. En það á oft til að gleymast.“

Hvað gerir þú til að bústa upp húðina?

„Fjórum sinnum á ári tek ég 30 day treatment-húðkúrinn, en það hefur engin vara virkað jafn vel á mig eins og hún og eftir að ég byrjaði þá skil ég hype-ið vel!“

Hvernig farðar þú þig daglega?

„Það fer eftir skapi og fatavali hvernig ég farða mig, hvort sem það áhersla á augu eða varir en ég legg þó alltaf áherslu á að leyfa húðinni að njóta sín og þá finnst mér best að nota Shiseido synchro skin.“

Hvað er að finna í snyrtibuddunni þinni?

„Shiseido synchro skin, Charlotte Tilbury-púður, Anastasia BH browfreeze, Fenty beauty highlighter og Supergoop!-sólarvörn.“

Hver er mikilvægasta snyrtivaran þín?

„Augnhárabrettari.“

Hvað myndir þú aldrei setja á húðina?

„Kókosolíu.“

mbl.is