Meghan í rándýrum sumarkjól

Meghan hertogaynja og Harry Bretaprins.
Meghan hertogaynja og Harry Bretaprins. Skjáskot/YouTube

Meghan hertogaynja og Harry Bretaprins komu opinberlega fram í fyrsta skipti eftir að ljóst varð að þau myndu ekki snúa til baka í bresku konungsfjölskylduna í gær. Hjónin voru í beinu streymi fyrir streymisveituna Spotify þar sem þau ræddu meðal annars um hlaðvarpið sitt. 

Meghan klæddist einstaklega sumarlegum ermalausum kjól með sítrusávöxtum á. Kjóllinn er frá Oscar de la Renta og kostar 3.490 bandaríkjadali eða um 446 þúsund íslenskar krónur. 

Kjóllinn er ljósblár með sítrónum og laufblöðum. Hann er laus í sniðinu, eflaust fullkominn á meðgöngunni en Meghan gengur nú með annað barn sitt. 

Í útsendingunni ræddu þau hjónin um Archewell-hlaðvarpið sitt en þau gerðu samning við Spotify í lok síðasta árs um gerð þátta fyrir streymisveituna.

Kjóllinn sem Meghan klæddist.
Kjóllinn sem Meghan klæddist. Ljósmynd/Oscar de la Renta
mbl.is