Óþekkjanleg eftir myndvinnsluárás

Khloé Kardashian er ólík sjálfri sér á þessari mynd.
Khloé Kardashian er ólík sjálfri sér á þessari mynd. Skjáskot/Instagram

Raunveruleikaþáttastjarnan Khloé Kardashian er alveg óþekkjanleg í nýrri auglýsingu fyrir gallabuxnamerki sitt Good American. Hún lítur einna helst út fyrir að hafa orðið fyrir árás frá myndvinnsluforritinu Photoshop. 

Kardashian hefur breyst töluvert á undanförnum árum. Hún hefur ekki bara lést heldur hefur andlit hennar og líkamsvöxtur tekið miklum breytingum. Kardashian-systirin er vön að nota hin ýmsu myndvinnsluforrit og oft kemst upp um hana. Í þetta skiptið virðist leikurinn gerður til þess að koma upp um hana. 

Í einni auglýsingu er Kardashian mer ofurlanga leggi, breytt andlit og í ógnarstórum hælaskóm. Allt virðist hafa verið gert til þess að Kardashian líti út fyrir að vera afar ólík sjálfri sér. Ef það var markmiðið virðist það hafa tekist enda virðist einhver önnur kona en Khloé Karshian vera á myndunum. mbl.is