Sjálfstraustið eykst þegar þú lærir að farða þig rétt

Natalie Hamzehpour skólastjóri Makeup Studio Hörpu Kára.
Natalie Hamzehpour skólastjóri Makeup Studio Hörpu Kára.

Natalie Hamzehpour skólastjóri Makeup Studio Hörpu Kára segir að það sé mikil eftirspurn eftir förðunarnámskeiðum þar sem hinn venjulegi leikmaður lærir réttu trixin. Um þessar mundir býður Makeup Studio Hörpu Kára upp á námskeið fyrir venjulegt fólk sem vill læra að farða sig á einstakan hátt. 

„Við höfum fengið ótrúlega mikið af eftirspurnum eftir styttri námskeiðum fyrir fólk sem vill læra að mála sjálfa sig og stefnir ekki endilega að því að starfa sem förðunarfræðingur svo okkur fannst mikilvægt að búa til skemmtileg námskeið sem henta allskonar fólki með mismikla þekkingu á förðun. Eins og er erum við að bjóða upp á tvennskonar styttri námskeið fyrir alla sem vilja læra að farða eigið andlit betur. Við erum með helgarnámskeið þar sem við kennum grunn í húðumhirðu, létta dagförðun, fallega kvöldförðun, eyeliner og ásetningu augnhára. Svo bjóðum við líka uppá 3 vikna námskeið fyrir alla sem vilja læra ítarlegra um förðun og húðumhirðu, þar kennum við 9 mismunandi lúkk sem nýtast í allskonar tilefni.  Á 3 vikna námskeiðinu fylgir einnig geggjaður vörupakki með öllu sem maður þarf,“ segir Natalie. 

Hvað er það sem fólk kann almennt ekki?

„Það er mjög misjafnt hvað fólk kann og hvað ekki. Mér finnst oft mest áberandi hversu margir segjast til dæmis ekki vera með rétta augnlag fyrir eyeliner eða ákveðna augnförðun. En auðvitað geta allir verið með eyeliner! Við leggjum mikla áherslu á að kenna hverjum og einum nemanda á hvernig er hægt að sníða förðunina að sínu andlitsfalli og sínu augnlagi.“

Hvaða litlu hlutir skipta máli þegar kemur að förðun?

„Húðumhirða og undirbúningur er eitt mikilvægasta atriði í förðun. Húðin skiptir svo ótrúlega miklu máli og bara það að undirbúa hana vel með vörum sem henta þinni húð gerir förðunina margfalt fallegri. Svo eru svo ótrúlega mörg auðveld lítil tips og trikk sem fullkomna förðunina en það er eitthvað sem við kennum auðvitað á námskeiðinu,“ segir hún. 

Telur þú að sjálfstraust aukist þegar förðun fólks er upp á 10?

„Algjörlega! Förðun á að undirstrika þína fegurð og ekki að fela eða breyta þér. Að vera fallega förðuð er eins og að fara í fallegan kjól, auðvitað lítur manni vel. Það þýðir samt alls ekki að það þurfi mikla förðun til að auka sjálfstraust.“

Hvað á fólk að hætta að gera þegar kemur að förðun?

„Við eigum svo til að detta í ákveðna rútínu og setja vörur á andlitið án þess að pæla í hvað hún gerir og hvort við þurfum hana. Við skellum meiki og sólarpúðri yfir allt andlit af því við erum vanar því og höldum að farðinn endist betur þannig en það er ekki endilega þannig. Mér finnst svo mikilvægt að kenna nemendum okkar ekki bara einhverja flotta uppskrift af förðun heldur að kenna þeim af hverju við erum að setja vörunar á ákveðna staði og hvað það gerir fyrir okkur. Hvernig við beitum burstum til að ná fullkomni áferð með helmingi minni vöru en þær eru kannski vanar að nota.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál