IT Cosmetics mætir til Íslands 11. mars

IT Cosmetics mætir í Hagkaup í Smáralind og í Kringlunni …
IT Cosmetics mætir í Hagkaup í Smáralind og í Kringlunni 11. mars.

Snyrtivörumerkið IT Cosmetics er á leið til Íslands en vörumerkið hefur notið mikilla vinsælda erlendis síðan það var stofnað 2008. Jamie Kern stofnaði fyrirtækið vegna þess að hún átti erfitt með að finna förðunarvörur sem földu rósroða. Allar vörur voru að hennar mati svo þykkar að sjálfri fannst henni hún vera tíu árum eldri í framan. Hún lét sig dreyma um að hanna snyrtivörur sem raunverulega virkuðu fyrir alvöru konur og gáfu þeim sjálfsöryggi.

Til að ná þessu markmiði vissi Kern að það væri mikilvægt að gera hlutina öðruvísi og fékk því teymi húðlækna og lýtalækna í lið með sér. Ólíkt öðrum snyrtivörumerkjum hafa allar förðunarvörur IT Cosmetics húðbætandi eiginleika sem ekki einungis virka samstundis heldur gefa langvarandi árangur. Allar formúlurnar eru rakagefandi, styrkjandi og verndandi og eru því fyrirbyggjandi við ótímabærri öldrun húðar.

Hér sést fyrir og eftir CC kremið.
Hér sést fyrir og eftir CC kremið.

Stofnendur merkisins gefa ekki út vöru fyrr en eftir margra ára rannsóknir og þegar þau hafa staðfest að varan reynist alvöru konum vel um allan heim. Þú þarft ekki að vera snyrti- eða förðunarfræðingur til að nota IT Cosmetics, þú þarft bara að vilja snyrtivörur sem næra, umbreyta og draga fram það fallegasta í þér og þinni húð. „You are beautiful, you are IT!“

Vinsælustu vörur merkisins eru til dæmis CC+kremið sem hefur mikla virkni. Um er að ræða vel þekjandi farða sem inniheldur mikla sólarvörn eða SPF 50. Farðinn er með litaleiðréttingu og er rakagefandi og er um leið serum. Farðinn fyllir í fínar línur og opnar húðholur. Hann hylur einnig dökka bletti. 

Dagkremið frá IT Cosmetics veitir mikinn raka.
Dagkremið frá IT Cosmetics veitir mikinn raka.

Í línunni frá IT Cosmetics er framúrskarandi hyljari sem kallast Bye Bye Under eye. Hann er vatnsheldur og rakagefandi og dregur úr sýnileika fínna lína og hrukka. Svo er það Bye Bye Pores sem er laust púður sem inniheldur ekta silki og er um leið rakagefandi. Svo er það Brow Powder augabrúnablýantur sem býr yfir nærandi og styrkjandi eiginleikum og gerir augabrúnirnar náttúrulegar og fallegar. 

Í línunni er líka maskari sem  styrkir augnhárin og lengir þau og þéttir um leið. Andlitskremið Confidence in a Cream vinnur á fínum línum og jafnar litarhátt húðarinnar. Kremið birtir húðina og þéttir hana um leið.

Maskarinn þykkir og lengir augnhárin ásamt því að næra þau.
Maskarinn þykkir og lengir augnhárin ásamt því að næra þau.
CC + kremið kemur í mörgun litum og framkallar sérstaklega …
CC + kremið kemur í mörgun litum og framkallar sérstaklega fallega áferð.
mbl.is