Slökkviliðsmenn komnir með yfirvaraskegg

mbl.is/Kristinn Magnússon

Árvekniátak Krabbameinsfélagsins um krabbamein í körlum, „Mottumars“, hófst formlega í dag. Þar fengu lögreglan, starfsmenn Landhelgisgæslunnar og slökkviliðsins skeggsnyrtingu.

Mottumars hefur farið fram óslitið frá árinu 2011 og er átakinu ætlað að safna fé til rannsókna á krabbameinum í körlum, til ráðgjafar og stuðnings þeim sem greinast með krabbamein og aðstandendum þeirra. Með því að safna mottu sýna karlmenn hver öðrum stuðning og samstöðu í verki, en yfirskrift átaksins er einmitt „einn fyrir alla og allir fyrir einn“.

Á hverju ári greinast hátt í 900 karlmenn með krabbamein og um 320 látast af völdum þess. Til að setja það í samhengi má benda á að á Ísafirði búa í heild sinni um 900 fullorðnir karlmenn.

Þó er rétt að benda á að yfir 7.100 karlar sem hafa greinst með krabbamein eru enn á lífi en lífshorfur hafa batnað mikið á undanförnum áratugum. Um 26% karla sem greindust með krabbamein fyrir 40 árum lifðu í fimm ár eða lengur eftir greiningu en nú geta 68% vænst þess að lifa svo lengi eða lengur. Aldurssamsetning þjóðarinnar er einnig breytt, við lifum lengur, sem þýðir að fleiri greiningar verða ár hvert en meðalaldur þeirra sem greinast er 68 ár. Með átaki á borð við Mottumars sýna karlmenn hver öðrum stuðning, feðrum, öfum, frændum, bræðrum, vinum, vinnufélögum, hverjum sem er. Því enginn er ósnortinn af krabbameini, við þekkjum allir einhvern nákominn sem hefur greinst með krabbamein.

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
Þessir herramenn fengu skeggsnyrtingu.
Þessir herramenn fengu skeggsnyrtingu. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál