Fór í lýtaaðgerðir til að auka sjálfstraustið

Cardi B hefur farið í fjölda lýtaaðgerða.
Cardi B hefur farið í fjölda lýtaaðgerða. AFP

Það er ekkert leyndarmál að tónlistarkonan Cardi B hefur látið gera eitt og annað við líkama sinn í gegnum árin. Í viðtali við Mariuh Carey fyrir tímaritið Interview opnaði Cardi B sig upp á gátt og lýsti þeim tilfinningum sem hún upplifði þegar hún ákvað að fara í lýtaaðgerðir. 

Cardi B á ættir að rekja til Dóminíska lýðveldisins og Trínidad og Tóbagó og segir að konur frá þessum eyjum líti út á ákveðinn hátt. Hún ólst upp í Bronx-hverfi í New York. „Í Bronx snýst allt um að vera með línur og stóran rass, svo ungir strákar sögðu við mig: „Sjá flata rassinn þinn. Þú ert ekki með nein brjóst!“ Og þá fannst mér ég vera svo ljót og óþroskuð,“ sagði Cardi B. 

Cardi B byrjaði að vinna fyrir sér á nektarklúbbum þegar hún var ung að aldri. „Þegar ég var orðin 18 ára og orðin dansari átti ég nógan pening til að kaupa mér brjóst, þannig að þá hvarf óöryggið yfir því að vera ekki með stór brjóst. Þegar ég var tvítug fór ég að dansa á klúbbunum í úthverfunum, og í úthverfaklúbbunum þurftirðu að hafa stóran rass. Þar fann ég fyrir óöryggi. Þá fannst mér ég vera komin aftur í framhaldsskóla. Svo ég lét stækka á mér rassinn. Þá fann ég fyrir miklu sjálfsöryggi,“ sagði Cardi B.

Cardi B fann fyrir miklu óröyggi þegar hún var ung.
Cardi B fann fyrir miklu óröyggi þegar hún var ung. AFP
mbl.is