Meghan sparaði ekkert til fyrir Opruh-viðtalið

Kjóllinn er frá Giorgio Armani.
Kjóllinn er frá Giorgio Armani. Skjáskot/YouTube

Nýlega kom út stikla fyrir viðtal Meghan hertogaynju og Harry Bretaprins við Opruh Winfrey. Í viðtalinu klæddist Meghan hertogaynja einstaklega fallegum svörtum kjól með silfurblómum yfir öxlina. 

Kjóllinn sem Meghan klæddist er frá Giorgio Armani og kostar 4.700 bandaríkjadali eða um 600 þúsund íslenskar krónur. Kjóllinn er uppseldur hjá Armani. 

Kjóllinn er með breiðu belti í mittinu og v-hálsmáli sem fer Meghan einstaklega vel. Þá er kjóllinn einstaklega fallegur yfir óléttukúluna. 

Meghan var með Love-armband frá Cartier sem kostar 6.550 bandaríkjadali eða um 840 þúsund krónur. Hún var með hálsmen frá Pippu Small og bláa eyrnalokka frá Birks.

Hún var með annað armband sem er talið vera demantaarmband sem Díana prinsessa heitin átti.

Harry og Meghan í viðtalinu við Opruh Winfrey.
Harry og Meghan í viðtalinu við Opruh Winfrey. Skjáskot/YouTube
mbl.is