Passa enn í kjólana 10 árum síðar

January Jones og Kiernan Shipka passa enn í kjólana sem …
January Jones og Kiernan Shipka passa enn í kjólana sem þær klæddust fyrir 10 árum á Golden Globe verðlaunahátíðinni. Samsett mynd

Leikkonan January Jones passar enn í kjólinn sem hún klæddist á Golden Globe-verðlaunahátíðinni fyrir 10 árum. Það sem meira er, móttleikkona hennar Kiernan Shipka, sem var 11 ára fyrir 10 árum, passar líka enn í kjólinn sem hún klæddist á hátíðinni. 

Jones og Shipka tóku fram kjólana sína í tilefni þess að Golden Globe-verðlaunahátíðin fór fram í gærkvöldi. Jones og Shipka léku saman í þáttunum Mad Men á sínum tíma.

„10 árum seinna og hann passar eiginlega,“ skrifaði Jones við myndina af sér í kjólnum. Kjóllinn er frá Versace. Stuttu seinna birti Shipka líka mynd af sér í kjólnum.mbl.is