Brjóstin stækkuð fyrir plakatið

Leikkonan Rosamund Pike greindi nýlega frá því hvernig kynningarmynd af …
Leikkonan Rosamund Pike greindi nýlega frá því hvernig kynningarmynd af henni var breytt. Samsett mynd

Leikkonan Rosamund Pike greindi frá því í spjallþætti Kelly Clarkson á dögunum að líkama hennar hefði verið breytt í eftirvinnslu á myndum. Brjóst hennar voru til dæmis stækkuð fyrir kynningarmynd myndarinnar Johnny English Reborn frá árinu 2011. 

„Fyrir plakatið fyrir Johnny English voru brjóstin á mér stækkuð. Á plakatinu fyrir persónuna mína var ég með tilkomumikil brjóst. Sem ég er ekki með,“ sagði Pike. Hún benti einnig á að litnum á augum hennar hefði verið breytt fyrir myndina Radioactive. „Þau gerðu augu mín brún. Ég veit enn ekki af hverju.“

Augnlit Rosamund Pike var breytt fyrir plakatið Radioactive.
Augnlit Rosamund Pike var breytt fyrir plakatið Radioactive. Ljósmynd/Imdb

Pike nefndi þó að þetta væru augljós dæmi. Nú væri hins vegar orðið svo algengt að breyta myndum að oft tæki fólk ekki eftir því. „Við erum öll hætt að taka eftir því hvernig við lítum í alvöru út,“ sagði stjarnan.

Clarkson, sem er þekkt fyrir tónlistarferil sinn, sagðist einnig oft hafa lent í því að líkama hennar væri breytt hvort sem það væri á forsíðum blaða eða á plötuumslögum. Sjálf hefði hún ekkert með þessar ákvarðanir að gera og sagði þær trufla sig. Hún væri ánægð með útlit sitt.  

mbl.is