Katrín og Stjörnu-Sævar í stíl

Stjörnu-Sævar og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra voru í stíl í dag.
Stjörnu-Sævar og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra voru í stíl í dag. Ljósmynd/Twitter

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sævar Helgi Bragason, stundum kallaður Stjörnu-Sævar, mættu fyrir tilviljun í eins fötum í dag. Sævar birti skemmtilega mynd af þeim saman á Twitter.

Bæði voru þau í vínrauðri peysu og í ljósblárri skyrtu innan undir. Peysa Katrínar er hneppt með hvítum tölum og er frá Geysi. Sævar er í bláum buxum en Katrín í svörtu pilsi og sokkabuxum.

Sævar lét ekki fylgja með hvers vegna hann var á fundi forsætisráðherra í dag en hann vinnur að dagskrárgerð á RÚV og hefur meðal annars komið að þáttunum Hvað getum við gert? sem sýndir eru um þessar mundir á RÚV. 

mbl.is
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Valgeir Magnússon
Valgeir Magnússon
Ásdís Ósk Valsdóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál