Með eyrnalokka frá umdeildum prinsi

Meghan hertogaynja.
Meghan hertogaynja. AFP

Meghan hertogaynja af Sussex var með eyrnalokka sem hún fékk að gjöf frá sádiarabíska krónprinsinum Mohammed Bin Salman þremur vikum eftir að blaðamaðurinn Jamal Khashoggi var tekinn af lífi. 

Khasoggi var tekinn af lífi 2. október 2018 í sendiráði Sádi-Arabíu í Tyrklandi. Í skýrslu sem bandarísk stjórnvöld birtu á föstudaginn í síðustu viku kemur fram að krónprinsinn hafi veitt samþykki sitt fyrir aftökunni. 

Meghan var með eyrnalokkana aðeins þremur vikum seinna við formlegan kvöldverð á Fídjíeyjum en eyrnalokkana gaf krónprinsinn henni í brúðargjöf. Á þeim tíma gaf höllin út að Meghan væri með eyrnalokkana í láni, en greindi ekki frá hver hefði lánað þá.

Gjafir sem meðlimir konungsfjölskyldunnar fá frá erlendum þjóðarleiðtogum eru formlega eignir bresku krúnunnar. Því hefur lögfræðingur Meghan haldið því fram að túlka megi það svo að Meghan hafi fengið eyrnalokkana að láni hjá krúnunni fyrir viðburðinn.

Breska blaðið The Times greinir hins vegar frá því að starfsfólk innan hallarinnar hafi vitað hvaðan eyrnalokkarnir komu raunverulega en ekki viljað gefa það upp á þeim tíma. Enn fremur kemur fram að Meghan hafi ekki vitað af því að Mohammed Bin Salman hafi verið orðaður við morðið á Khashoggi.

Meghan var með eyrnalokkana á formlegum kvöldverði í Fiji ferð …
Meghan var með eyrnalokkana á formlegum kvöldverði í Fiji ferð þeirra hjóna. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál