Sjóðandi heit á áttræðisaldri

Susan Lucci verður 75 ára á árinu.
Susan Lucci verður 75 ára á árinu. Skjáskot/Instagram

Leikkonan Susan Lucci er í fantaformi og ekki feimin við að sýna það. Lucci, sem er hvað þekktust fyrir að fara með hlutverk í sápuóperunni All My Children í yfir 30 ár, fagnaði 74 ára afmæli sínu í desember á síðasta ári.

Lucci birti mynd af sér við sundlaugarbakkann á hvítum sundbol. Í viðtali við Page Six sagði leikkonan að hún hreyfi sig næstum því á hverjum degi. Enn fremur borðar hún lítið af sætindum, drekkur ekki áfengi og borðar ekki óhollan mat. Hún einblínir frekar á að borða fitulítið prótein og grænmeti. Svo drekkur hún mikið af heitu vatni með sítrónu. 

Lucci hefur í gegnum árin ekki verið feimin við að sýna líkama sinn eins og hann er, en hún sat meðal annars fyrir hjá tímaritinu Harper's Bazaar árið 2018. Þá fór hún fram á að líkama hennar yrði ekki breytt í myndvinnsluforriti.

mbl.is