Bólusetningarkjóll Dolly Parton vekur athygli

Bólusetningarkjóll Dolly Parton hefur vakið athygli.
Bólusetningarkjóll Dolly Parton hefur vakið athygli. Skjáskot/Twitter

Tónlistarkonan Dolly Parton var bólusett í vikunni. Bólusetningin vakti ekki bara athygli af því hún söng sig í gegnum hana heldur líka af því hún klæddist einstaklega hentugum kjól. 

Parton var í dökkbláum kjól með síðum ermum. Á öxlunum voru göt sem henta einstaklega vel þegar kona fer í bólusetningu. Við bólusetningu er mælt með því að fólk komi í stuttermabol eða hlýrabol innan undir svo hægt sé að afklæðast auðveldlega. Parton virðist hins vegar vera komin lengra en margir og því var hún í svona hentugum bólusetningarkjól. 

Kjóllinn hefur notið mikilla vinsælda og vilja aðdáendur hennar nú fá að kaupa Dolly-boli með götum á öxlunum til að mæta í bólusetningu fyrir kórónuveirunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál